Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Nýnasistar skemma styttu af George Floyd

epa08484038 People march over the Brooklyn Bridge during a Black Lives Matter protest against police brutality as part of the larger public response to the recent death of George Floyd, an African-American man who died while in the custody of the Minneapolis police, in New York, New York, USA, 13 June 2020. There have been wide spread protests following Floyd?s death, which was captured in a cell phone video where a police officer, who has now been charged with murder, is kneeling on Floyd's neck while he is saying 'I can't breathe'.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stytta af George Floyd var í gær skemmd með málningu og merkt nafni nýnasistahóps í New York, að því er lögreglan sagði á fimmtudag, innan við viku eftir að hún var afhjúpuð. Skemmdarverkin eru talin tengjast því að dómur verður kveðinn upp yfir Derek Chauvin, lögreglumanninum sem drap Floyd, í dag.

Lögreglumenn sögðu að hin tveggja metra háa tréstytta af Floyd, sem drepinn var í Minneapolis í maí í fyrra, hafi verið þakin málningu aðfaranótt  fimmtudags. Lögreglan í New York rannsakar skemmdarverkin.

Áletrunin var með nafni bandaríska hægri-öfga hópsins „Patriot Front“, sem talið er að hafi á sama hátt gert skemmdarverk á öðru minnismerki um Floyd í nágrannaríkinu New Jersey.

Yfirvöld hafa gert opinbert myndband sem sýnir fjóra einstaklinga, þar af einn með úðabrúsa, nálægt vettvangi skemmdarverksins í Flatbush svæðinu í Brooklyn.

Skemmdirnar voru unnar degi áður en dómur verður kveðinn upp yfir Derek Chauvin, hinum 45 ára lögreglumanni sem drap á Floyd og kveikti þannig upp stærstu mótmælaöldu Bandaríkjanna gegn kynþáttamisrétti í áratugi.

„Ég ætla að vera alveg skýr með nýnasistahópinn sem gerði þetta: hypjið ykkur út úr ríki okkar,“ tísti Andrew Cuomo ríkisstjóri New York. „Við munum koma þessum hugleysingjum fyrir dóm,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York, á Twitter.

Tréstyttan, sem gerð var af listamanninum Chris Carnabuci, var vígð á síðastliðinn laugardag að viðstöddum Terrence Floyd, bróður George.