Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Brúar bilið milli Íslands og Singapúr í Gerðarsafni

Mynd: RÚV / Menningin

Brúar bilið milli Íslands og Singapúr í Gerðarsafni

25.06.2021 - 09:13

Höfundar

Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur nú yfir stefnumót átta listamanna, fjögurra frá Íslandi og fjögurra frá Singapúr, á sýningu sem nefnist Hlutbundin þrá.

Sýningin er runnin undan rifjum Dagrúnar Aðalsteinsdóttur, myndlistarmanns og sýningarstjóra, sem býr og starfar í Berlín en fór á sínum tíma í meistaranám í Singapúr og vakti þá athygli fulltrúa Institute of Contemporary Art þar í landi. 

„Institute of Contemporary Art vildi hafa sýningu með íslenskum listamönnum úti. Mér fannst meira spennandi að hafa samsýningu og koma með hana til Íslands líka, þannig það yrðu meiri samræður á milli. Sýningin leiðir saman átta listamenn, fjóra frá Singapúr og fjóra frá Íslandi, og skoðar á mjög mismunandi hátt samband mannsins við hluti, hlutgervingu og rými.“ 

Dagrúnu finnst spennandi að fá tækifæri til að veita áhorfendum innsýn í samtímalist í öðrum heimsálfum.

„Mér finnst skemmtilegt að opna á víðari breidd í íslenskri myndlist, að það séu ekki bara raddir frá Evrópu og Ameríku heldur líka öðrum heimsálfum.“ 

Fjallað var um Hlutbundna þrá í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan. 

Tengdar fréttir

Myndlist

Shoplifter opnar listrými og kaffihús í Elliðaárdal

Tónlist

Þykjustuleiknum gert hátt undir höfði