Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bein finnast í Ísrael af áður óþekktum frummanni

epa09299776 A handout photo made available by Dr. Yossi Zaidner of the Hebrew University of Jerusalem (HU) showing bones and other items uncovered during the dig at a site in Nesher Ramla in central Israel, Issued 24 June 2021. A recently published archeological discovery of fossils belonging to archaic humans groups known as the Middle Pleistocene Homo, reveals that they likely lived at the same time and location (modern-day Israel) as Homo sapiens groups.  EPA-EFE/Yossi Zaidner / HU / HANDOUT  BEST QUALITY AVAILABLE HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Yossi Zaidner
Ísraelskir vísindamenn sögðust í gær hafa fundið bein sem tilheyrðu „nýrri tegund af frummanni“ sem ekki hefði áður verið vitað af og varpaði nýju ljósi á þróun mannkyns.

Fornleifauppgröftur nálægt borginni Ramla af liði hebreska háskólans í Jerúsalem leiddi í ljós forsögulegar leifar sem ekki var unnt að líkja við neinar þekktar tegundir úr Homo ættkvíslinni, þar á meðal nútímamanninn (Homo sapiens).

Í rannsókn sem mannfræðingar og fornleifafræðingar frá Háskólanum í Tel Aviv undir forystu Yossi Zaidner birtu í tímaritinu Science voru beinin kölluð „Nesher Ramla Homo“ eftir staðnum þar sem beinin fundust.

V'isindamennirnir sögðu beinin vera á bilinu 140.000 til 120.000 ár gömul og að Nesher Ramla frummaðurinn deildi eiginleikum með bæði Neanderdalsmönnum og frumgerðum Homo mannsins. Á sama tíma væri  þessi tegund af Homo mjög ólík nútímamönnum, með allt aðra höfuðkúpubyggingu, enga höku og mjög stórar tennur.

Fornleifafundirnir sýna að „Nesher Ramla Homo“ virðist hafa búið yfir allþróaðri tækni til framleiðslu á steinverkfærum og hafði líklegast samskipti við Homo Sapiens á svæðinu,“ sagði Zaidner.

Tannlæknirinn og mannfræðingurinn Rachel Sarig frá Háskólanum í Tel Aviv sagði að niðurstaðan benti til þess að Ísrael hafi verið sem gatnamót milli Afríku, Evrópu og Asíu, einskonar suðupottur þar sem mismunandi frumgerðir nútímamannsins blönduðust og dreifðust síðar um gamla heiminn.

Jón Agnar Ólason