Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

18 börn fórust er heimavist bardagalistaskóla brann

25.06.2021 - 04:25
Erlent · Asía · Kína
A worker installs flowers on a flag-shaped decoration with a Communist Party's logo in Beijing, Wednesday, June 16, 2021. Authorities are gearing up to mark the 100th anniversary of the founding of China's ruling Communist Party, which will be observed on July 1. (AP Photo/Andy Wong)
 Mynd: AP
Minnst átján börn fórust og sextán slösuðust alvarlega í eldsvoða í bardagalistaskóla í Kína í morgun, samkvæmt tilkynning stjórnvalda. Fjölmiðlar eystra greina frá því að flest eða öll fórnarlömbin hafi verið barnungir nemendur sem bjuggu á heimavist skólans.

Í tilkynningu stjórnvalda segir að eldurinn hafi verið slökktur, rannsókn hafin á eldsupptökum og að forstöðumaður skólans hafi verið handtekinn. 34 nemendur á aldrinum 7 - 16 ára voru á heimavistinni þegar eldurinn braust út og enginn þeirra slapp óskaddaður. Af þeim sextán sem lifðu eru fjórir í lífshættu. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV