Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Opið fyrir skráningu í Janssen

24.06.2021 - 23:56
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RUV
Allir sem ekki hafa fengið bólusetningu gegn Covid-19 geta nú bókað bólusetningu með bóluefni Janssen.

Þetta kemur fram á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Hægt verður að skrá sig í netspjalli á heilsuvera.is og óska eftir að komast á lista. Dagsetningar bólusetningar liggja ekki fyrir, en safnað verður saman í hóp og fólk boðað þegar nægilega margir eru komnir á skrá.

Að öðru leyti verða einu bólusetningarnar næstu þrjár vikur fyrir fólk sem þegar hefur fengið fyrri skammt bóluefnis, og verða þær sem hér segir:

Vika 26 
Mánudagur 28. júní - Moderna 
Þriðjudagur 29. júní - Pfizer
Miðvikudagur 30. júní - AstraZeneca
Fimmtudagur 1. júlí - AstraZeneca
 

Vika 27 
Þriðjudagur 6. júlí - Pfizer
Miðvikudagur 7. júlí - AstraZeneca (ef þörf er á)

Vika 28
Þriðjudagur 13. júlí fyrir hádegi- Pfizer
Þriðjudagur 13. júlí eftir hádegi - Moderna

Eftir það tekur við sumarfrí og hefjast bólusetningar aftur um miðjan ágúst.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV