Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Brynjar hættur við að hætta

Mynd með færslu
 Mynd:
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að þiggja sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar, standi það enn til boða.

Brynjar greindi frá ákvörðun sinni á Facebook-síðu sinni en hann hafði áður lýst því yfir að hann hyggðist yfirgefa stjórnmálin eftir að hafa hafnað í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Brynjar segist í pistli sínum hafa legið undir feldi í þrjár vikur.  Hann telji sig geta orðið að liði í kosningabaráttunni og sé sannfærður um að sterkur og breiður Sjálfstæðisflokkur sé mikilvægur.

Andri Magnús Eysteinsson