Mikil gasmengun mælist sem stendur á gosstöðvunum í Geldingadal og er því merkt með rauðu á vefnum loftgæði.is. Það þýðir að loftgæði teljast óholl á vettvangi.
Bjart veður og hægur vindur
Hæglætisverður er á gosstöðvunum með hægum vindi að norðan sem þýðir að reykjarmökkinn leggur í suður frá gígnum og á haf út og því ekki hætta í byggð sem stendur. Aðstæður eru engu að síður breytingum háðar og því allur varinn góður.
Horfa til gossins með vindinn í bakið
Þeim sem hyggja á skoðunarferðir að gosstöðvunum í dag er bent á að hafa í huga að mengunin leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldgossins með vindinn í bakið. Í hægviðri getur gas safnast fyrir í lægðum og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Áhorfendur er við slíkar aðstæður minntir á að færa sig upp á fjöll en ekki að halda sig í brekkunum fyrir ofan.