Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Dýrbítur felldur í Norður Noregi

22.06.2021 - 03:12
Erlent · Náttúra · bjarndýr · Bændur · Dýr · Evrópa · kindur · Meindýraeyðir · Noregur · sauðfé · Umhverfismál
Björn
 Mynd: Kristian Hanstad - NRK/Kristian Hanstad
Skógarbjörn sem valdið hefur miklum usla síðastliðna tíu daga var felldur í Troms og Finnmörku í Noregi í gær. Björninn er einn fjögurra sem hafa herjað undanfarið á sauðfé bænda í sveitarfélögunum Bardu, Salangen og Lavangen.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Kristian Hanstad, dýraeftirlitsmanni í Bardu, að björninn hafi verið lokkaður með kindahræi þangað sem veiðimenn sátu fyrir honum í um það bil 350 metra hæð í Storfjellet.

Hópurinn sem elst hefur við björninn fékk stuðning frá norsku umhverfisstofnuninni (SNO) á laugardag sem lagði til hunda þjálfaða í bjarndýraleit.

Aðeins er leyfilegt að fella tvo birni í Bardu en Hanstad kveðst ánægður með þessi 83 kílógramma þungi björn hafi verið felldur. Umhverfisstofnunin tekur við hræinu af birninum til rannsókna þegar það hefur verið flutt niður af fjallinu.