Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tíu fórust í átján bíla árekstri í Alabama

21.06.2021 - 02:41
Mynd með færslu
 Mynd: Reuters
Tíu fórust í átján bíla árekstri í Alabama-ríki í Bandaríkjunum á laugardag. Níu hinna látnu eru börn á aldrinum frá níu mánaða til sautján ára. Illviðri gengur yfir svæðið og telja sérfræðingar rekja megi slysið til þess.

Breska ríkisúvarpið greinir frá því að atta hinna látnu voru farþegar í rútu sem tilheyrir  heimili fyrir yfirgefnar, vanhirtar eða misnotaðar stúlkur.

Eldur kviknaði í rútunni og aðeins tókst að ná ökumanni hennar út en stúlkunum ekki. Sú yngsta þeirra var fjögurra ára og sú elsta 17 ára. Níu mánaða barnið sem lést var í bíl með föður sínum sem einnig lét lífið.

Fimm slösuðust í árekstrinum en ekkert þeirra alvarlega. Hitabeltislægðin Claudette gengur yfir svæðið með mikilli rigningu og hefur valdið flóðum og mikilli eyðileggingu.

Fleiri slys og dauðsföll í Alabama má rekja til lægðarinnar og hafa margir lýst yfir sorg vegna atburðanna. Talið er að ástæður árekstursins mikla megi rekja til þess að ökumenn misstu stjórn á bílum á rennblautri hraðbrautinni. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV