Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Slökkviliðið slökkti eld í kofa nærri Hafravatni

21.06.2021 - 02:57
Mynd með færslu
 Mynd: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir - RÚV
Slökkvilið höfuðborgarsvæðiðsins slökkti eld í mannlausum og ónotuðum kofa eða geymsluskúr skammt frá Hafravatni nærri Nesjavallaafleggjara í nótt.

Slökkviliðið var kallað á vettvang um hálfeitt, byrjaði á því að slökkva eld í gróðri umhverfis kofann og svo í honum sjálfum. Eldsupptök eru ókunn.

Kofinn er ónýtur að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu en aldrei var nein hætta á ferðum. Að sögn sjónarvotts mátti sjá mikinn og svartan reyk bera við himinn frá brunanum. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV