Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

„Lýðræðislegur skellur í andlit Frakka“

21.06.2021 - 09:07
epa05942562 French presidential election candidate for the far-right Front National (FN) party, Marine Le Pen (L) and French presidential election candidate for the En Marche ! movement, Emmanuel Macron pose prior to the start of a live brodcast face-to-face televised debate in television studios of French public national television channel France 2, and French private channel TF1 in La Plaine-Saint-Denis, north of Paris, France, on 03 May 2017 as part of the second round election campaign. Pro-EU centrist Emmanuel Macron and far-right leader Marine Le Pen face off in a final televised debate on 03 May that will showcase their starkly different visions of France's future ahead of this weekend's presidential election run-off.  EPA/ERIC FEFERBERG / POOL MAXPPP OUT
 Mynd: EPA - AFP
Niðurstöður liggja nú fyrir úr fyrri umferð sveitarstjórnarkosninga í Frakklandi sem fóru fram í gær. Miðjuflokkur Emmanuels Macrons, LREM, rétt náði því 10% lágmarksfylgi sem þarf til þess að taka þátt í seinni umferð kosninganna sem fara fram næsta sunnudag. Mið-hægri flokkur Repúblikana í Frakklandi leiðir baráttuna eftir þessa fyrri kosningalotu en hann hlaut 27% atkvæða.

Marine Le Pen gagnrýnir stjórnvöld

Andstæðingur hans, Marine Le Pen, sem leiðir kosningabaráttu frönsku þjóðfylkingarinnar, er mjög ósátt með  niðurstöðurnar og ekki síður kjörsókn Frakka sem var afar dræm en 66-68% kjósenda sátu hjá. Það er talsvert verri þátttaka en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hún segir það við frönsk stjórnvöld að sakast og segir að ekki hafi verið gert nóg til þess að efla trú Frakka á lýðræðið og kosningakerfið í landinu. 

„Þetta er lýðræðislegur skellur í andlit okkar allra,“ sagði Aurore Berge, þingmaður í flokki Emmanuels Macrons Frakklandsforseta. 

Vísbending um niðurstöður forsetakosninganna 2022

Frakkar ganga næst til forsetakosninga að tæpu ári og því eru niðurstöður þessara sveitarstjórnarkosninga gefa nokkra vísbendingu um hvernig þær geti farið.  En meðal frambjóðenda verða Emmanuel Macron og Marine Le Pen að nýju.