Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hipsumhaps - Lög síns tíma

Mynd: Anna Maggý / Lög síns tíma

Hipsumhaps - Lög síns tíma

21.06.2021 - 14:40

Höfundar

Fannar Ingi Friðþjófsson er söngvari, laga- og textasmiður hljómsveitarinnar Hipsumhaps sem gaf út plötuna Lög síns tíma í maí. Platan er önnur plata Hipsumhaps en Best gleymdu leyndarmálin kom út fyrir tveimur árum og vakti verðskuldaða athygli.

Lög síns tíma er að mestu unninn með Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni sem útsetti líka gripinn ásamt Fannari Inga í hljóðverinu Tónhyl. Aðrir hljóðfæraleikarar sem komu að sköpuninni voru Guðmundur Óskar, Bergur Einar, Reynir Snær, Alexander Örn, Arnar Ingi, Bergur Þórisson, Ólafur Alexander og Jökull Breki.

Hipsumhaps mikið lof fyrir síðustu plötu sína, Best gleymdu leyndarmálin. Flestir þekkja lögin Lífið sem mig langar í og Fyrsta ástin. Fannar segir að Lög síns tíma sé persónulegt samtímaverk eins og sú fyrri og gæti verið túlkuð sem sjálfstætt framhald. Lögin séu persónuleg þroskasaga hans sem spanni síðasta áratug í lífi hans. Hann sér líka plötuna sem tímahylki sem fólk í framtíðinni getur sökkt sér í til að upplifa fortíðina á árinu 2021 sem jákvæðan tíma þar sem varð viðsnúningur á ríkjandi gildum.

Platan Lög síns tíma er plata vikunnar á Rás 2 að þessu sinni og verður spiluð í heild sinni eftir tíufréttir í kvöld ásamt kynningum Fannars Inga á tilurð plötunnar og sköpun í miðjum heimsfaraldri og er auk þess aðgengileg í spilara.

Mynd með færslu
 Mynd: Hipsumhaps
Hipsumhaps - Lög síns tíma (Mynd: RAX)