Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Forstjórinn látinn fara og fjármálastjórinn tekur við

21.06.2021 - 07:49
epa07431268 (FILE) - Grounded Boeing 737-800 aircrafts of Norwegian budget carrier 'Norwegian' at Arlanda Airport of Stockholm, Sweden, 05 March 2015 (reissued 12 March 2019). Reports on 12 March 2019 state 'Norwegian' is to ground its fleet of Boeing 737 MAX 8 planes as a reaction to recommendation from European aviation authorities. The moves comes following the crash of a Ethiopian Airlines Boeing 737 MAX 8 plane on 10 March, killing all 157 onboard the plane.  EPA-EFE/JOHAN NILSSON SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY
Jacob Schram er hættur sem forstjóri norska flugfélagsins Norwegian. Frá þessu er greint í tilkynningu til norsku kauphallarinnar. Þar segir Svein Harald Oygard stjórnarformaður að Schram hafi verið látinn fara en hann hefur ekki viljað ræða ástæðu uppsagnarinnar við norska fjölmiðla.

Schram hefur leitt Norwegian í hálft annað ár en við starfinu tekur Geir Karlsen, sem hefur verið fjármálastjóri flugfélagins síðustu ár. Í tilkynningunni segir að hann hafi leitt fjárhagslega endurskipulagninu félagsins og tekist vel upp, en hrun varð í starfsemi Norwegian, eins og annarra flugfélaga, vegna faraldursins. Norska ríkið hljóp undir bagga í fyrra en halli var á rekstrinum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs upp á 1,2 milljarða norskra króna, rúma sautján milljarða íslenskra. Karlsen ætlar að halda endurskipulagningu félagsins áfram en laun hans verða nærri þriðjungi lægri en Schram, sem fær biðlaun frá Norwegian í fimmtán mánuði.