Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Engin smit síðustu daga - aðeins 15 í einangrun

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Frá því á föstudag hefur enginn greinst með kórónuveiruna og nú eru aðeins 15 í einangrun með virkt smit. Þetta kemur fram á covid.is. Tölur yfir smit eru nú aðeins uppfærðar tvisvar í viku; á mánudögum og fimmtudögum. Í júlí verður vefsíðan aðeins uppfærð einu sinni í viku. Ekki stendur til að halda upplýsingafund, fjórðu vikuna í röð. Síðasta innanlandssmitið greindist miðvikudaginn 15. júní.  
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV