Seltjarnarnesbær varaði íbúa við því á Facebook-síðu sveitarfélagsins í dag að hleypa inn meintu starfsfólki Hitaveitunnar til þess að lesa af hitaveitu- eða rafmagnsmælum, án þess að ganga úr skugga um að starfsfólkið hefði viðeigandi skírteini. María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs bæjarins, segir að bærinn hafi fengið ábendingar um óprúttna aðila sem segjast vera frá Hitaveitunni til að komast í stigaganga fjölbýlishúsa og stela úr geymslum.