Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mótmæla forsetanum - 500 þúsund látin vegna Covid

20.06.2021 - 12:15
epa09286627 People participate in a protest against the Brazilian Government, in Cuiaba, Brazil, 19 June 2021. People protested the Brazilian President at a time when the country is close to 500,000 deaths from COVID-19 since the beginning of the pandemic. Equipped with masks, thousands of people took to the streets in various cities, including Rio de Janeiro, Recife, and Brasilia, to demand the departure of the head of state for his management of the coronavirus pandemic, which is being investigated by a commission of the Senate.  EPA-EFE/Raul Martinez
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Fjöldi Brasilíubúa mótmælti um helgina aðgerðaleysi forseta landsins gegn kórónuveirunni. Hálf milljón hefur nú látist úr sjúkdómnum þar í landi og bólusetningar ganga hægt.

Undanfarna viku hafa að meðaltali 70 þúsund smit greinst í Brasilíu á degi hverjum. Nú hafa fleiri en 500 þúsund látist í landinu frá því að kórónuveiran skaut þar fyrst upp kollinum. 

Abdel Latif, yfiræknir á Santa Casa de Valhinos spítalanum í Sao Paulo segir það grafalvarlegt að hafa misst hálfa milljón mannslífa vegna eins sjúkdóms. Þetta séu ekki bara tölur á blaði, í þessum hópi sé ungt fólk, foreldrar og fleiri.

Mikið hefur verið rætt um aðgerðir forseta landsins, Jair Bolsonaro, gegn farldrinum. Eða kannski öllu heldur skort á aðgerðum. 

Hann hefur margorft gert lítið úr smithættu og sjúkdómnum sjálfum og hefur litla sem enga trú á samkomutakmörkunum og grímunotkun. Í síðustu viku ávarpaði Bolsonaro stuðningsfólk sitt og sagðist þá hafa fengið Covid 65 ára gamall. Hann hafi tekið malaríulyfið hydroxychloroquine og verið batnað daginn eftir. 

Lyfið sem um ræðir er það sama og Donald Trump fyrrum forseti Bandaríkjanna mærði í hástert, en heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum, og læknar mun víðar, hafa varað við notkun þess gegn Covid. 

Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir um helgina þar sem stjórnarháttum Bolsonaros er harðlega mótmælt. Einungis 15% af þeim ríflega 210 milljónum sem búa í Brasilíu teljast fullbólusett. Mótmælendur og stjórnarandstæðingar segja það ástand mega sömuleiðis skrifa á reikning Bolsonaros sem ekki  hafi gert bóluefnasamninga í tæka tíð.