Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Hvalfjarðargöng lokuð öðru sinni í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Hvalfjarðargöng eru lokuð vegna áreksturs tveggja bíla í göngunum. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru tveir sjúkrabílar á leið á staðinn en hann segir allt útlit fyrir að óhappið sé minniháttar. 

 

Loka þurfti Hvalfjarðargöngum um hríð fyrr í kvöld þegar bílar skullu þar saman. Fólk úr þeim bílum var að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðasveitar á slysadeild til aðhlynningar með minniháttar meiðsl. 

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV