Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Einn dáinn eftir að bíl var ekið á gleðigöngu í Flórída

20.06.2021 - 06:41
epa06856741 A man waves an LGBTI flag during the gay pride march, in Medellin, Colombia, 01 July 2018.  Gay parade marches are taking place at different places around the world to promote LGBTI rights and issues and condemn discrimination and violence toward lesbian, gay, bisexual, transgender and intersex (LGBTI) people.  EPA-EFE/LUIS EDUARDO NORIEGA A.
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Að minnsta kosti einn er látinn og annar illa slasaður eftir að litlum vörubíl var ekið á hóp fólks við upphaf gleðigöngu í Florida á laugardagskvöldið. Ökumaðuirnn er í haldi lögreglu.

USA Today greinir frá þessu og að lögregluyfirvöld í Fort Lauderdale hafi lítið viljað tjá sig um atvikið. Þó er vitað að líklegt þyki að sá slasið muni lifa af.

Jafnframt hefur verið tilkynnt að þeir látnu og ökumaðurinn hafi allir verið félagar í kór sem samanstendur af samkynhneigðum karlmönnum í borginni. 

Ekki er vitað hvort ökumaðurinn ók á fólkið af ásetningi en vitnum ber ekki saman. Justin Knight, kórstjóri segist þess fullviss að um slys hafi verið að ræða. 

Chris Caputo, bæjarstjórnarmaður í Wilton Manors þar sem atburðurinn gerðist, segir allar líkur benda til að þetta hafi verið slys meðan Dean Trantalis, borgarstjóri Fort Lauderdale, fullyrðir að ökumaðurinn hafi aukið hraðann áður en hann ók á mannfjöldann. Þetta sé því bein árás á LGBTQ-hreyfinguna.

Scott Newton, bæjarstjóri í Wilton Manors, tilkynnti fljótlega eftir atburðinn að af virðingu við alla hlutaðeigandi hefði göngunni verið aflýst og að ítarleg rannsókn sé hafin á hvað gerðist. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV