Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Metfjöldi smita í Moskvu

19.06.2021 - 15:07
epa09282549 A woman stands in line waiting to receive an injection of Russia's Sputnik V Gam-COVID-Vac vaccine against the coronavirus COVID-19 at the vaccination point at the State Department Store GUM in Moscow, Russia, 18 June 2021. Over the past 24 hours, 9,056 cases of COVID-19 coronavirus infection have been detected in Moscow, which has become a new absolute record since the beginning of the pandemic.  Mass entertainment events with more than 1,000 participants are prohibited in Moscow, while dance floors and fan zones for football fans are being closed.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kórónuveiran breiðist út í Moskvu, höfuðborg Rússlands, sem aldrei fyrr. Annan daginn í röð greindist metfjöldi tilfella. 9.120 Moskvubúar fengu staðfesta COVID-19 greiningu síðasta sólarhringinn. Ný smit eru þrefalt fleiri á dag undanfarið en þau foru fyrir hálfu mánuði.

Ráðamenn í Moskvu hyggjast herða sóttvarnaráðstafanir í borginni til að sporna gegn fjölgun smita. Öllum skemmtunum hefur verið aflýst, dansstöðum lokað og eitt þúsund manna samkomubann hefur tekið gildi á ný. Einnig á að fjölga sjúkrarúmum svo hægt sé að annast það fólk sem veikist illa af COVID-19.