Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Lystisnekkjan A siglir á brott frá Íslandi

19.06.2021 - 23:44
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Lystisnekkjan A lagði úr höfn í Reykjavík fyrr í kvöld og mun ferðinni haldið til Gíbraltar.Snekkjan, sem er ein sú stærsta í heimi, hefur verið við Íslandsstrendur allt frá því í apríl síðastliðnum.

Snekkjan, sem er í eigu rússneska auðjöfursins Andreys Melnichenko, hefur óneitanlega vakið mikla athygli fyrir sérstakt byggingarlag sitt og þrjú voldug möstur, en sumum fellur útlit hennar mjög í geð en öðrum síður.

Vísir greinir frá brotthvarfi snekkjunnar og því að Melnichenko hafi dvalið hér við land ásamt fjölskyldu sinni um nokkra hríð. RÚV greindi frá því um miðjan apríl að snekkjan lægi við festar á Akureyri en hún hefur verið í Reykjavíkurhöfn síðan í fyrstu viku júní.

Snekkjan A er ein sú stærsta í heimi, er 143 metra löng og 25 metra breið en möstrin miklu skaga nærri 100 metra í loft upp. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV