Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Haraldur upp um sæti í nýjustu tölum

Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Fyrstu og aðrar tölur hafa verið birtar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi. Samkvæmt þeim er Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir með forystu í baráttunni um oddvitasætið í kjördæminu.

Laust eftir kl. 21:00 las Sandra Margrét Sigurjónsdóttir formaður kjörnefndar fyrstu tölurnar í prókjörinu. Þá höfðu 798 atkvæði verið talin og tók Sandra fram að atkvæðin væru úr flestum en ekki öllum kjördeildum.

Sandra Margrét tilkynnti aðrar tölur úr prófkjörinu á tólfta tímanum í kvöld. Þá höfð 998 atkvæði verið talin. 

Efst sem fyrr með 644 atkvæði í fyrsta sætið er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Haraldur Benediktsson þingmaður er kominn í annað sæti með 440 atkvæði, í fyrsta til annað sæti. Hann var í þriðja sæti eftir fyrstu tölur, á eftir Teiti Birni Einarssyni. 

Teitur er nú í þriðja sæti með 582 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. 

Í fjórða sæti með 392 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Sigríður Elín Sigurðardóttir.

Alls greiddu um 2200 atkvæði í prófkjörinu en Sandra Margrét gerir ráð fyrir að úrslit liggi fyrir um klukkan tvö í nótt.

Fréttin var uppfærð klukkan 00:12.