Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ég vissi ekki að það væru svona margir Valsarar

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Ég vissi ekki að það væru svona margir Valsarar

19.06.2021 - 14:12
„Þetta var náttúrulega biluð stemning. Valsarar allt í einu bara mæta í hundruðum, Jesús minn, ég vissi ekki einu sinni að það væru svona margir Valsarar. Það er bara frábært," sagði Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaðurinn sterki sem varð Íslandsmeistari með Val í gærkvöld.

Einar sem er 19 ára hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Val á tímabilinu og m.a. verið hrósað fyrir að binda vörn Vals saman í vetur. Einar viðurkennir að hafa verið taugaóstyrkur fyrir úrslitakeppnina. Einar ræddi við Gunnar Birgisson, íþróttafréttamann eftir leik.

Mynd: Kristinn Gauti / RÚV

„Ég þarf ekki að mótivera mig. Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og fæ ekki að gera oft aftur. Ég var ekkert eðlilega „tense" á því fyrir þessa keppni en ég reyndi að undirbúa mig vel. Ég var bara slakur í gær og í dag og bara... hugleiðing og eitthvað svona."

Þýddi ekkert að fá ráð hjá pabba

Einar Þorsteinn segir að það hafi ekkert þýtt að fá góð ráð frá pabba sínum fyrir úrslitakeppnina, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni. „Góð ráð frá pabba? Nei hann var svo æstur sjálfur. Hann gat eiginlega ekki sagt neitt nema; Einar einbeittur, einbeittur! Nei ég treysti bara á það sem ég er búinn að vera að gera."

Einar segir að meðal framtíðarmarkmiða sinna sé að bæta sig í vörn og sókn, þyngja sig og komast út í atvinnumennsku. „Bæta massa á mig af því að ég get ekki verið svona að eilífu. Og komast út og svona," sagði Einar Þorsteinn að lokum í þessu einstaklega skemmtilega viðtali.

 

Tengdar fréttir

Handbolti

Besti maður Vals: Skrítið og erfitt tímabil

Handbolti

Valur Íslandsmeistari í handbolta