Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Vilja framlengt gæsluvarðhald vegna hnífstungu

18.06.2021 - 12:02
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á að gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um hnífstungu í miðborginni í síðustu viku verði framlengt um eina viku, en varðhaldið rennur að óbreyttu út í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Karlmaður var handtekinn á sunnudagsmorgun vegna gruns um að hafa stungið ann­an mann í kviðinn með hníf fyr­ir utan veit­ingastaðinn Fjall­kon­una í Hafn­ar­stræti.

Fórnarlambið var um tíma í lífshættu en er nú á batavegi. Ekki hefur þó enn tekist að ræða við hann.

Að sögn Gríms hefur enginn annar réttarstöðu grunaðs í málinu, en lögregla hefur rætt við stóran hóp vitna. Hann vill ekki segja til um hvort játning liggi fyrir.