Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Kim býr sig undir ágreining við Bandaríkin

18.06.2021 - 01:47
In this image made from video released by KRT on Jan. 1, 2018,  North Korean leader Kim Jong Un speaks in his annual address in undisclosed location, North Korea.  North Korean leader Kim said Monday, Jan. 1, 2018, the United States should be aware that
 Mynd: AP - KRT
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu segir nauðsyn að vera viðbúinn jafnt fyrir ágreining sem viðræður við Bandaríkin og Joe Biden forseta.

Kim lét þessi orð falla á allsherjarfundi miðstjórnar Verkamannaflokks landsins í gær. AFP fréttaveitan hefur eftir ríkisfréttastofu Norður-Kóreu að leiðtoginn hafi þar lagt línurnar um samskipti við ný stjórnvöld í Washington.

Með því að búa sig undir ágreining telur Kim sig geta haldið myndugleika gagnvart Bandaríkjunum og jafnframt tryggt að aðstæður geti verið friðsamlegar.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ásakað Biden um að reka fjandsamlega stefnu í garð þeirra. Hann hafi gert mistök með því að segjast geta tekist á við ógnina sem fylgt gæti kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu bæði með því að beita háttvísi og hömlum.

Biden hefur þvertekið fyrir að feta í fótspor Donalds Trump forvera síns í embætti sem fundaði nokkrum sinnum með Kim, nema að leiðtogi Norður-Kóreu væri tilbúinn til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.