Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Hádegisfréttir: Varlega í tilslakanir á landamærum

18.06.2021 - 12:18
Heilbrigðisráðherra vill fara varlega í tilslakanir á landamærunum en ferðaþjónustan kallar eftir að sóttkví fyrir óbólusetta ferðamenn verði afnumin. Met verður slegið í fjölda bólusetninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í dag. Alls bárust 6.400 skammtar á svæðið, þar af um fjögur þúsund til Akureyrar. 

Grímuskylda utandyra verður afnumin á Spáni í lok næstu viku. Henni var komið á í maí í fyrra. 

Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn í morgun þegar neyðarlínu barst tilkynning um þrjár ungar stúlkur sem lent höfðu í vandræðum á uppblásnum bát á vatninu.

Enn streymir hraun niður í Nátthaga á Reykjanesskaga og er dalbotninn nú þakinn hrauni. 

Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda óttast að strandveiðikvótinn klárist í júlí. Þegar er búið að veiða tæplega helming kvótans. 

Of snemmt er að spá því að sumarið verði kalt og blautt þó svo að þannig hafi veðrið verið að undanförnu. Veðurfarsfræðingur segir engin líkindi með veðrinu undanfarið og rigningasumrinu 2018.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV