Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ferðir fréttamanna raktar með GPS á Ólympíuleikunum

epa09217536 A visitor poses with an Olympic Ring monument at Japan Olympic Committee (JOC) headquarters for a commemorating photo in Tokyo, Japan, 21 May 2021. A three-day meeting of the IOC Coordination Commission for the Games of the XXXII Olympiad were held remotely 19-21 May 2021. The International Olympic Committee, the Tokyo 2020 Organising Committee, the Tokyo Metropolitan Government, the Japanese Olympic Committee, the Government of Japan and other relevant parties participate in the meeting. More than 80 per cent of Japanese people think to cancel or postpone the Tokyo Olympic Games according to a opinion poll by a Japanese TV on mid-May.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
 Mynd: EPA

Ferðir fréttamanna raktar með GPS á Ólympíuleikunum

18.06.2021 - 14:56
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Tókýó tilkynntu nýverið að ferðir erlendra blaða- og fréttamanna yrðu raktar með GPS meðan þeir verða í Japan. Alþjóðasamband blaðamanna, IFJ, gagnrýna þessa fyrirætlan harðlega og segja að með þessu sé einkalíf blaðamanna virt að vettugi. Skipuleggjendur leikanna segja að með þessu eigi að tryggja öryggi á tímum heimsfaraldurs. Hér á landi hefur aldrei verið skylda að hafa kveikt á smitrakningarappi.

Ólympíuleikarnir hefjast 23. júlí næstkomandi og standa til 8. ágúst.

Skipuleggjendur leikanna tilkynntu jafnframt að samþykki fréttamenn ekki þessa ráðstöfun verði leyfi þeirra til að starfa á svæðinu felld úr gildi. 

Vilja stýra hegðun fréttamanna

Seiko Hashimoto, forseti Ólympíuleikanna í Tókýó, sagði á blaðamannafundi í fyrradag að rekja ætti ferðir fréttamanna. „Til að tryggja að fólk fari ekki á aðra staði en það hefur heimild til að fara á, þá notum við GPS til að stýra hegðun þeirra,“ sagði Hashimoto. 

Rekja á ferðir fréttamanna í gegnum farsíma þeirra. Þeim verður fyrirskipað að hafa kveikt á staðsetningu símtækis og GPS-gögnin verða svo vistuð. Þessi gögn verða afhent skipuleggjendum ef þeir óska eftir því. 

Deilt um áhrif á frelsi fjölmiðla

Framkvæmdastjóri leikanna, Toshiro Muto, sagði að þetta teldu skipuleggjendur ásættanlegar þvinganir í ljósi kórónuveirufaraldursins. „Þetta hefur ekkert að gera með frelsi fjölmiðla,“ sagði Muto. 

Alþjóðasamband blaðamanna er á öðru máli - segir þetta svipta blaðamenn rétti til einkalífs og takmarka frelsi fjölmiðla.

Rakning aldrei verið skylda hér 

RÚV verður með ítarlega umfjöllun um Ólympíuleikana. Íþróttafréttamenn RÚV hafa þurft að skila inn áætlun um ferðir sínar. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að hér á landi hafi það aldrei verið gert að skyldu að fólk hafi smitrakningarapp virkt í símum. Slíkt er ekki talið samræmast persónuverndarsjónarmiðum. Rögnvaldur segir að þó svo að fólk hafi appið virkt geti yfirvöld ekki komist inn í GPS-gögnin heldur þurft viðkomandi að senda sjálfur gögnin, kjósi hann að gera það. 

 

Tengdar fréttir

Ólympíuleikar

Geta fengið verðlaun þrátt fyrir smit

Innlent

Ekki of seint að kynna endurbætt smitrakningarapp

Innlent

Engin persónugreinanleg gögn í nýja appinu