Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Einn fallinn og tólf særð eftir skotárásir í Arizona

18.06.2021 - 00:43
epa07252244 One of the Ford Explorer police cruisers that Mohamed Noor and Officer Harrity were in on the night Justine Diamond was shot and killed by Minneapolis officer Noor in July 2017, is seen parked in a parking lot in Minneapolis, USA, 28 December 2018. A re-enactment by police is planned to be staged on 28 December at the same time and place the shooting occurred.  EPA-EFE/ANDY CLAYTON-KING AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: Andy Clayton-King - EPA
Einn liggur í valnum og á annan tug særðust í skotárásum víða í nágrenni Phoenix-borgar í Arizona í gær. AFP fréttaveitan greinir frá því að lögregla hafi mann í haldi sem grunaður er um að hafa ekið um og hafið skothríð á minnst átta stöðum með framangreindum afleiðingum.

Árásarmaðurinn reyndi ekki að komast hjá handtöku. Þrennt varð fyrir bysskúlum hans auk þess sem lést en áverkar annarra eru af völdum glerbrota. Enginn er talinn í lífshættu.

Brandon Sheffert talsmaður lögreglunnar segist ekki vita hvað byssumanninum gekk til en allt kapp verði lagt á að komast að því. Hann segir borgarbúa mjög skelkaða auk þess sem árásirnar hafi bein áhrif á fjölda fólks.

Í síðasta mánuði skaut lestarstarfsmaður í Kaliforníu níu manns til bana og tíu féllu í skotárás í Kóloradó í mars síðastliðnum. Á síðasta ári einu má tengja 43 þúsund dauðsföll við byssunotkun í Bandaríkjunum en sjálfsvíg eru þar meðtalin.