Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Vill efla byggingarannsóknir á Íslandi

17.06.2021 - 22:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fyrir nokkrum árum voru 90 prósent einbýlishúsa hér á landi úr steinsteypu. Nú er hlutfall steypu og timburs svipað. Ólafur Wallevik, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, vill efla byggingarannsóknir.

„Við getum ekki ákvarðað nákvæmlega hvort þetta hafi aukist verulega. En allavega erum við orðin mikið meira meðvituð um vandamálið,“ segir hann.

Ólafur Wallevik segir að síðasta öld hafi verið öld steinsteypunnar á Íslandi en breytingarnar hafi verið miklar á síðustu árum. Hér á landi var timbrið takmarkið en nóg til af sandi, vatni og lofti. „Þurftum bara 10 prósent lím eða sement, það var okkar náttúrulega efni. Nú mun þetta breytast og þá munu vandamálin breytast.“

Hvernig breytast þau? Er það út af því að við erum ekki að fylgjast nógu vel með því efni sem kemur til landsins?

„Það eru svo margir innflytjendur en flest húsin eru mjög góð. En oft leynist svartur sauður í mörgu fé,“ segir Ólafur. 

Finnst þér nógu mikið gert í byggingarrannsóknum á Íslandi?

„Af því að það eru straumhvörf núna, svo stórar breytingar í gerð húsa, þá ætti raunverulega að spíta í í staðinn fyrir að leggja niður.“

Ólafur segir ástæðu til að efla byggingarrannsóknir. Tæknisetur Íslands tekur við hlutverki nýsköpunarmiðstöðvar um mánaðamótin. 

Heldurðu að þetta breytist nokkuð, verður ekki bara gefið í og haldið áfram? 

„Það verður þú að spyrja ráðherra um.“

Fréttastofa fallaði um það í vikunni að Rannsóknastofa byggingariðnaðarins yrði lögð niður, en hún á að falla undir nýtt Tæknisetur. Í svari frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að öllu starfsfólki rannsóknarstofunnar verði boðið starf hjá Tæknisetri sem hefur starfsemi í sumar.