Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

„Spilum með Christian í hug og hjarta í dag“

epa09265422 Sabrina Kvist Jensen (L), the girlfriend of Denmark's Christian Eriksen, is being consoled by Denmark's Simon Kjaer, during the UEFA EURO 2020 group B preliminary round soccer match between Denmark and Finland in Copenhagen, Denmark, 12 June 2021.  EPA-EFE/Stuart Franklin / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA - RÚV

„Spilum með Christian í hug og hjarta í dag“

17.06.2021 - 11:58
Danir mæta aftur til leiks í dag gegn Belgum á Evrópumóti karla í fótbolta eftir að Christian Eriksen hneig niður í fyrsta leik þeirra á móti Finnum. Fyrirliðinn Simon Kjær hefur sent frá sér yfirlýsingu fyrir leikinn sem verður eins og sá fyrsti spilaður á Parken í Kaupmannahöfn.

Finnar unnu leikinn sem var kláraður síðar sama kvöld 1-0 en afar umdeilt var að það sem eftir var af leiknum hefði verið spilað samdægurs eftir þetta óhugnarlega atvik þar sem leikmenn væru ekki búnir að ná áttum. 

Fyrirliði Dana, Simon Kjær, vakti mikla athygli fyrir hetjudáð þar sem hann fékk leikmenn liðsins til að mynda mennskan skjöld um Eriksen sem lá út við hliðarlínu, hann veitti honum fyrstu aðhlynningu og huggaði svo konuna hans þegar hún kom út á völlinn. 

Danska knattspyrnusambandið birtir í dag yfirlýsingu frá Kjær á Twittersíðu sinni. Þar segir hann að síðustu dagar hafi verið sérstakir og fótbolti ekki það mikilvægasta. Hann hafi orðið fyrir áfalli sem verði hluti af honum og hópnum öllum til frambúðar. Það eina sem skipti máli sé að Christian sé í lagi. Hann sé stoltur af því hvernig liðið hafi brugðist við og staðið saman á þessum erfiðu tímum. Þá sé hann snortinn og þakklátur fyrir allan stuðninginn. 

„Í dag förum við inn á völlinn í leikinn gegn Belgum með Christian í hjarta og huga. Það gefur okkur sálarróna sem við þurfum til að ná einbeitingu til að spila fótboltaleik. Við spilum fyrir Christian og eins og alltaf fyrir alla Danmörku. Það er mesta hvatningin fyrir okkur alla.“