Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Skipið er komið á flot

17.06.2021 - 14:05
Erlent · eimskip · Noregur
Mynd með færslu
 Mynd: LEIV-ERIK BONDEVIK - NRK
Frystiskip Eimskips, Hólmfoss, sem strandaði við Álasund í Noregi í dag komst aftur á flot rétt fyrir klukkan tvö og er á leið til hafnar í Álasundi. Þetta staðfestir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta hjá Eimskipi. Hún segir enn óljóst hvað olli strandinu en að enginn hafi slasast.

„Björgunaraðgerðir fóru strax í gang og skipið er komið á flot og leggur að bryggju við Álasund innan skamms þar sem kafarar skoða skemmdir á skipinu. Við vitum ekki hvað olli þessu en það verður svo skoðað í kjölfarið,“ segir hún. Einhverjar skemmdir séu undir skipinu en þó sigli það að bryggju fyrir eigin vélarafli. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV