Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hrafnhildur og Sigurlaugur mætast í úrslitum gáfnaljósa

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 1 - RÚV

Hrafnhildur og Sigurlaugur mætast í úrslitum gáfnaljósa

17.06.2021 - 10:00

Höfundar

Gáfnaljós Íslands verður krýnt í spurningaþætti Veru Illugadóttur í dag.

Hrafnhildur Þórólfsdóttir og Sigurlaugur Ingólfsson keppa í úrslitaþætti Gáfnaljóssins, nýs spurningaþáttar á Rás 1.

Sigurlaugur hafði betur gegn Ingu Þóru Ingvarsdóttur og Hrafnhildur fór með sigur af hólmi í sinni keppni, gegn Sigurjóni Vilhjálmssyni.

Sigurlaugur er sagnfræðingur sem vinnur (og býr) á Árbæjarsafni. Sigurlaugur er hafsjór af fánýtum fróðleik en hann hefur þjálfað Gettu betur-lið ýmissa skóla í um 20 ár eða frá því að hann keppti sjálfur fyrir hönd Menntaskólans við Sund með góðum árangri. Hann hefur meðal annars þjálfað FG og Tækniskólann svo eitthvað sé nefnt. 

Hrafnhildur Þórólfsdóttir býr og starfar í Vesturbæ Reykjavíkur sem kennari. Hún er líka söngmenntuð. Hún er bæði vanur þátttakandi í ýmsum spurningakeppnum og stjórnandi. 

Úrslitaþátturinn er lokahnykkurinn á snarpri spurningarimmu sem hófst í vikunni með átta keppendum. Um bronsið keppa Inga Þóra Ingvarsdóttir og Sigurjón Vilhjálmsson. Útsending hefst á Rás 1 klukkan 14:00 í dag. Þættirnir verða aðgengilegir í spilara RÚV og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Rýkur af gáfnaljósum í harðri spurningakeppni

Menningarefni

Gáfnaljósin hennar Veru Illugadóttur