Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fréttir: Sektin rífur í en Eimskip stendur vel

17.06.2021 - 18:41
Forstjóri Eimskips segir hafa verið farsælast að ná sátt við Samkeppniseftirlitið um greiðslu langhæstu sektar sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hann segir sektina rífa í, en félagið standi vel.

Sænska ríkisstjórnin gæti fallið á mánudag. Forsætisráðherrann segir þá flokka sem styðja vantrauststillögu gegn honum skulda sænsku þjóðinni vísbendingar um hvað eigi að taka við ef stjórnin fellur. 

Áform um hringrásargarð á Suðurnesjum eiga að auka sjálfbærni á svæðinu og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir Suðurnesin alltof háð ferðaþjónustunni.

Stofnun lýðveldisins var fagnað um allt land en hátíðahöld tóku mið af samkomutakmörkunum. Háskóli Íslands á 110 ára afmæli og tilkynnti væntanlega sýningu um Vigdísi Finnbogadóttur. 

Forseti Íslands sæmdi 14 manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag og Ólöf Nordal myndlistarkona var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur. 
 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV