Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Áhlaup á skrifstofur dagblaðs í Hong Kong

17.06.2021 - 00:54
epa09264571 A ‘Free Hong Kong’ sticker is glued next to post it notes during a rally under the motto 'Dawns of Freedom. Relay the light.' at Alexanderplatz square in Berlin, Germany, 12 June 2021. Protesters gathered in Berlin to express solidarity with the opposition and the political situation in Hong Kong, as 12 June 2021 marks the 2nd anniversary of the start of protests against the extradition to China bill, that kicked off the Hong Kong protest movement.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögregla í Hong Kong gerði áhlaup á skrifstofur dagblaðsins Apple Daily í morgunsárið þar eystra. Það er í annað sinn á innan við ári sem lögregla ræðst til inngöngu á skrifstofurnar.

Fimm stjórnendur Next Digital sem gefur blaðið út, voru handteknir á grundvelli öryggislaganna sem kínversk stjórnvöld settu síðasta sumar. Starfsfólk blaðsins sendi beint út frá áhlaupinu á Facebook síðu þess. 

Apple Daily hefur kinnroðalaust stutt lýðræðishreyfinguna í Hong Kong. AFP fréttaveitan hefur eftir lögreglu og talsfólki dagblaðsins að meðal hinna handteknu sé aðalritsjóri blaðsins Ryan Law.

Ritstjórinn og samstarfsfólk hans situr undir grun um leynimakk við erlent ríki eða önnur utanaðkomandi öfl sem ógna öryggi ríkisins eins og segir í yfirlýsingu frá lögreglunni.

Milljarðamæringurinn Jimmy Lai, aðaleigandi blaðsins var handtekinn og ákærður fyrir sömu sakir í ágúst síðastliðnum. Hann situr nú í fangelsi fyrir þátttöku í miklum mótmælum í Hong Kong fyrir tveimur árum.