Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á Kötlu

Segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á Kötlu

16.06.2021 - 21:07

Höfundar

Katla er ferðalag í gegnum mannlegar tilfinningar. Þannig lýsir Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfundanna, fyrstu íslensku sjónvarpsþáttaröðinni sem framleidd er í samstarfi við Netflix. Hann segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á þættina.

Baltasar Kormákur leikstýrir Kötlu og er einnig einn handritshöfunda ásamt Sigurjóni Kjartanssyni og meðal leikara eru Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir eða GDRN, Ingvar Sigurðsson og Sólveig Arnarsdóttir.

Í þáttunum, sem verða aðgengilegir á Netflix á morgun, þurfa söguhetjurnar að fást við dularfulla atburði í kjölfar þess að Katla gýs. Sigurjón segir að það hafi verið áskorun fyrir sig að fást við vísindaskáldskap. „Ég held að lykillinn að því sé að gera þetta svolítið á sínum forsendum og við fórum eiginlega dálítið svona á djúpið. Þetta er svona sálfræðileg stúdía sem þarna fer fram. Þetta er svona ferðalag í gegnum mannlegar tilfinningar eiginlega. Og við spyrjum okkar stórra spurninga,“ segir Sigurjón.

Hann segir að náttúruöflin hafi boðið upp á ókeypis auglýsingu með gosinu í Geldingadölum. „Þetta bara kom, alveg á réttum tíma fyrir frumsýningu. Og við tölum þarna inn í ákveðnar spekúlasjónir sem eru búnar að vera í gangi í meira en 100 ár; Hvað gerist ef Katla gýs? Og þarna göngum við aðeins lengra; hvað gerist ef Katla gýs og hvernig er lífið ef Katla er búin að vera að gjósa í heilt ár?“

Beðinn um að lýsa Kötlu í fáum orðum segir Sigurjón: „Okkar von sem stöndum að þessari seríu er að sá sem klárar hana verði ekki samur eftir.“

Sigurjón segir að samstarfið við Netflix hafi gengið vel og aldrei sé að vita hvort framhald verði á því. „Maður vonar alltaf að það geti orðið. Og þetta snýst kannski svolítið um það að þessi sería nái fótfestu og margir vilji horfa á hana. Og þá er aldrei að vita hvort við getum seríu 2.“ Býður endirinn upp á það? „Já, að vissu leyti. Hann gerir það. “

 

 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Geggjað frelsi að sleppa af sér beislinu í Kötlu

Sjónvarp

Söguþráður Kötlu fær skýrari mynd í nýrri stiklu

Kvikmyndir

Tók „lítinn Tom Cruise“ þegar Netflix stoppaði Kötlu