Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rýkur af gáfnaljósum í harðri spurningakeppni

Mynd:  / 

Rýkur af gáfnaljósum í harðri spurningakeppni

16.06.2021 - 09:43

Höfundar

Margrét Erla Maack og Hrafnhildur Þórólfsdóttir áttust við í spurningaþættinum Gáfnaljósinu.

Í þættinum eigast við hverju sinni tvö gáfnaljós sem freista þess að komast áfram í næstu umferð þar til einn af alls átta þátttakendum stendur uppi sem sigurvegari. Vera Ilugadóttir stýrir þættinum og semur spurningar.

Í gær mættust Hrafnhildur Þórólfsdóttir, kennari, og Margrét Erla Maack, fjöllistakona, í vitsmunabardaga í hljóðveri í Útvarpshúsinu. Hrafnhildur hafði betur, með 9 stig gegn 3 stigum Margrétar Erlu.

Í seinni keppni dagsins áttust við Sigurjón Vihjálmsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Seðlabanka Íslands, og Þórir Steinn Stefánsson aðstoðarhótelstjóri. Mjótt var á munum undir lok keppni og marði Sigurjón sigur með 8 stigum gegn 7.

Keppendur í Gáfnaljósinu á rás 1.
 Mynd: Rás 1 - RÚV
Hrafnhildur Þórólfsdóttir og Sigurjón Vihjálmsson.

Önnur umferð hefst klukkan 14:03 í dag, þar sem Sigurjón og Hrafnhildur mætast. Í seinni keppni dagsins, klukkan 14:27, eigast við Inga Þóra Ingvarsdóttir og Sigurlaugur Ingólfsson.

Mynd með færslu
 Mynd:
Inga Þóra Ingvarsdóttir og Sigurlaugur Ingólfsson.

Þættirnir eru á Rás 1 og verða aðgengilegir í spilara RÚV og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Inga Þóra og Sigurlaugur áfram í Gáfnaljósinu

Menningarefni

Gáfnaljósin hennar Veru Illugadóttur