Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Mark dæmt af og Rússar unnu

epa09276434 Aleksei Miranchuk (C) of Russia in action during the UEFA EURO 2020 group B preliminary round soccer match between Finland and Russia in St.Petersburg, Russia, 16 June 2021.  EPA-EFE/Kirill Kudryavtsev / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA - RÚV

Mark dæmt af og Rússar unnu

16.06.2021 - 15:21
Rússar og Finnar mættust í fyrsta leik dagsins á EM karla í fótbolta. Liðin spila í B-riðli.

Joel Pohjanpalo sem skoraði sigurmark Finnlands gegn Danmörku á laugardag kom finnska liðinu yfir strax á fjórðu mínútu en markið dæmt af vegna rangstöðu. 

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Aleksei Miranchuk fallegt mark og Rússar yfir í leikhléi. Finnar gerðu sig ekki líklega til að jafna metin í síðari hálfleik og lokatölur urðu 1-0. 

Danir mæta Belgum á morgun og takist þeim að vinna verða öll lið riðilsins með þrjú stig eftir tvo leiki. 

Tveir leikir eru eftir í dag og það í A-riðli. Tyrkland og Wales mætast klukkan fjögur og Ítalía og Sviss klukkan 19.