Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ronaldo sá markahæsti í sögu EM

epa09274065 Cristiano Ronaldo of Portugal celebrates after scoring his team's third goal during the UEFA EURO 2020 group F preliminary round soccer match between Hungary and Portugal in Budapest, Hungary, 15 June 2021.  EPA-EFE/Bernadett Szabo / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Ronaldo sá markahæsti í sögu EM

15.06.2021 - 18:02
Cristiano Ronaldo bætti markametið í lokakeppni EM þegar að hann skoraði fyrsta mark sitt gegn Ungverjalandi.Ronaldo hefur nú skorað 10 mörk á lokamóti EM. Portúgal þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í dag, fyrsta markið kom ekki fyrr en á 84. mínútu en að lokum vann Portúgal öruggan 3-0 sigur.

Fyrri leikur dagsins á EM fór fram í dag en þar mættur Ungverjaland og Portúgal á troðfullum Alfredo Puskas vellinum í Búdapest. Augu flestra beindust að Cristiano Ronaldo fyrir leik en mark frá honum myndi slá tæplega 40 ára gamalt met Michel Platini yfir markahæstu leikmenn í sögu Evrópumótsins, en í dag hafa þeir báðir skorað níu mörk. Ronaldo bætti þó annað met bara með því að spila í dag en þetta er hans fimmta Evrópumót. 

Portúgal byrjaði leikinn mun betur og fékk liðið nokkur ágætis færi í fyrri hálfleik án þess að ná að skora. Sóknarþungi Portúgals hélt áfram í síðari hálfleik en Peter Gulacsi, markvörður Ungverjalands, var vel á verði þegar á þurfti. 

Stíflan brast loks á 84. mínútu þegar Raphael Guerreiro skoraði með skoti sem hrökk af varnarmanni Ungverjalands og í netið. En aðeins örfáum mínútum áður hafði mark verið réttilega dæmt af Ungverjalandi vegna rangstöðu. Tveimur mínútum eftir mark Guerreiro braut Willi Orban á Rafa Silva innan teigs og það var Cristiano Ronaldo sem fór á vítapunktinn. Ronaldo skoraði örugglega úr vítinu, hans tíunda mark á EM og hann bætti því met Michel Platini. 

Ronaldo og Rafa Silva voru þó ekki hættir og saman sundurspiluðu þeir vörn Ungverja í uppbótartíma og það var Ronaldo sem rak smiðshöggið og kom Portúgal í 3-0. Þetta var jafnframt 106 landsliðsmark Ronaldo og er hann nú aðeins fjórum mörkum frá því að bæta markamet Ali Daei sem skoraði 109 mörk fyrir Íran.