Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ísraelar hefja loftárásir á Gaza

epaselect epa09192927 Smoke and flames rise after an Israeli airstrike on Gaza City, 12 May 2021. At least one woman was killed after 130 rockets, fired by Hamas from the Gaza strip, fell on Tel Aviv and neighbouring Israeli cities. A day earlier and in response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks that killed two Israelis in the city of Ashkelon. Israel Defense Forces (IDF) said they hit over 100 targets in Gaza Strip during retaliatory strikes in the night between 10 and 11 May. The Health Ministry of Gaza strip said that at least 30 people, including children, were killed from the Israeli airstrikes. Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu said on 11 May that they will increase the rate and intensity of the strikes.  EPA-EFE/HAITHAM IMAD
Reyk leggur yfir Gazaborg eftir loftárás Ísraelshers. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ísraelski flugherinn hóf loftárásir á Gazasvæðið nú í kvöld í kjölfar þess að vígamenn á palestínsku yfirráðasvæði sendu svífandi gasblöðrur sem báru eldfim efni yfir landamærin og inn í suðurhluta Ísraels, að sögn öryggissveita og vitna.

Næstum fjögurra vikna vopnahlé lokið

Íkveikjublöðrurnar og loftárásirnar eru fyrstu átökin sem blossa upp milli Ísraels og Palestínu síðan vopnahlé komst á þann 21. maí, að því er kemur fram í fréttaskeyti AFP. Vopnahléð batt tímabundinn endi á 11 daga átök sem kostuðu 260 Palestínumenn lífið, að sögn yfirvalda á Gaza, og 13 manns í Ísrael, að sögn lögreglu og hersins þar.