Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Umsvif Kínverja í forgrunni á NATO-fundi

14.06.2021 - 08:53
epa09269408 NATO Secretary General Jens Stoltenberg speaks with the media as he arrives for a NATO summit at the North Atlantic Treaty Organization (NATO) headquarters in Brussels, Belgium, 14 June 2021. US President Biden is taking part in his first NATO summit, where the 30-nation alliance hopes to reaffirm its unity and discuss increasingly tense relations with China and Russia, as the organization pulls its troops out after 18 years in Afghanistan.  EPA-EFE/FRANCISCO SECO / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO ræddi við fréttamenn þegar hann mætti á fundinn í morgun. Stoltenberg varð tíðrætt um aukin áhrif Kína á alþjóðavettvangi og hvernig bandalagið þurfi að bregðast við.

Þá ræddi hann samskiptin við Rússland sem hafa verið stirð. Stoltenberg lagði líka áherslu á nýja framtíðarsýn NATO fyrir árið 2030 þar sem m.a. er fjallað um afleiðingar loftslagsbreytinga í öryggismálum. Nýr forseti Bandaríkjanna Joe Biden mætir nú á sinn fyrsta leiðtogafund. Biden hefur heitið því að styrkja aftur samskiptin við aðra bandamenn sem voru á köflum stormasöm í forsetatíð Donalds Trump.