Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Leiðtogafundur, vetrarveður og hraun

14.06.2021 - 18:38
Leiðtogar NATÓ-ríkjanna samþykktu ýmsar aðgerðir á fundi sínum í dag til bregðast við ógn frá Kínverjum og Rússum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti fundinn og lagði sérstaka áherslu á loftslagsvá og afvopnunarmál.

Afar kalt er nú fyrir norðan og austan miðað við árstíma og lömb og fuglar leita skjóls frá kuldanum. Bandarískum ferðamönnum leist ekkert á blikuna í dag, enda hitabylgja á þeirra heimaslóðum.

Í dag hófst vinna við gerð leiðigarð í syðsta hluta Geldingadala til að beina hrauninu áfram niður í Nátthaga. Lögreglumaður óttast að slysum fjölgi eftir að hraun tók að renna yfir aðalgönguleiðina, til skoðunar er að leggja nýja.

Verið er að taka niður mörg hundruð ára gamlan álagakofa í Svefneyjum á Breiðafirði og hann verður hlaðinn á nýjum stað til að koma í veg fyrir að verði landrofi að bráð og endi í sjónum. 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV