Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hægt á bólusetningum í Noregi

14.06.2021 - 16:37
epa08951830 The Pfizer-BioNTech vaccine at a vaccination centre in Salisbury Cathedral in Salisbury, Britain, 20 January 2021. More than four million people in the UK have received their first dose of a Covid-19 vaccine, according to government figures. People in their 70s and the clinically extremely vulnerable in England are now among those being offered the vaccine.  EPA-EFE/NEIL HALL
Bóluefni Pfizer og BioNTech. Mynd: EPA-EFE - EPA
Norðmenn fá á næstu þremur mánuðum níu hundruð þúsundum færri bóluefnisskammta gegn kórónuveirunni en búist hafði verið við frá lyfjaframleiðendunum Pfizer-BioNTech. Bent Høie heilbrigðisráðherra greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum í Ósló í dag. Þetta hefur í för með sér að tólf vikur líða milli þess að fólk fær fyrsta og annan skammt bóluefnisins. Að sögn ráðherrans er það lán í óláni að í júlí og ágúst koma fleiri skammtar af bóluefni frá Moderna en ráð var fyrir gert.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV