Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

5,1 milljarður til viðgerða vegna myglu og rakaskemmda

14.06.2021 - 14:34
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Kristinn Gauti Gunnarsson - RÚV
Rakaskemmdir og mygla hefur fundist í fjölda eigna í eigu ríkisins og hafa um tuttugu starfsmenn leitað til trúnaðarlæknis Landspítala að jafnaði árlega vegna einkenna. Ekki er til heildaryfirlit yfir áhrif mygluvandamála í ríkishúsnæði á heilsu starfsfólks.

Rúmlega 90 eignir í eigu ríkissins hafa þurft á viðgerð að halda frá 2015-2020 vegna þessa. Langflestar tilheyra þær Landspítalanum eða 61. Tæpar 30 aðrar eignir í eigu ríkisins og tvær að auki sem tilheyra Háskóla Íslands hafa gengist undir viðgerðir vegna leka, myglu og rakaskemmda. Þetta kemur fram í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra sem unnin var að beiðni Halldóru Mogensen og fleiri þingmanna. Ekki er ljóst hversu margir starfsmenn alls hafa fundið fyrir einkennum í húsakynnum ríkisins vegna myglu. Hátt í 4,4 milljörðum króna hefur verið varið til viðgerða á húsnæði í eigu Landspítala háskólasjúkrahúss, vegna myglu og rakaskemmda. Rúmum 400 milljónum króna vegna annarra ríkiseigna og rúmum 300 milljónum vegna Háskóla Íslands. 
 

 

Ólöf Rún Skúladóttir