Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Tveir borgarísjakar á reki í Hornvík

13.06.2021 - 10:36
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend
Tveir borgarísjakar eru á reki í Hornvík á Hornströndum. Landhelgisgæslan fékk tilkynningu um ísjakana skömmu eftir miðnætti, en það var skipstjóri farþegabátsins Ingólfs sem fyrstur varð þeirra var.

Samkvæmt upplýsingum frá vaktstöð siglinga hjá Landhelgisgæslunni eru þetta fyrstu ísjakarnir sem tilkynnt er um hér við land í sumar.

Tilkynningar hafa verið sendar á sjófarendur enda geta ísjakar á reki reynst skipum hættulegir.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV