
Segir brögð í tafli í forsetakosningunum í Perú
Mjög mjótt er á mununum í kosningunum sem fóru fram á sunnudaginn var og þegar 99,88 prósent atkvæða höfðu verið talin munaði aðeins 51 þúsund atkvæðum á Fujimori og Pedro Castillo. Fujimori krafist ógildingar 200.000 atkvæða frá 802 kjörstöðum.
Málaferli eru í gangi gegn Fujimori fyrir fjármálamisferli. Hún er sökuð um að hafa brotið lög þegar hún þáði fé frá stórfyrirtækinu Odebrecht í kosningasjóð sinn er hún bauð sig fram til forseta árin 2011 og 2016. Hún hefur jafnan neitað sök, en setið sextán mánuði í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hún fékk reynslulausn til að bjóða sig fram í forsetakosningum sem fram fóru á sunnudaginn var. Saksóknarinn sem krefst þess að hún verði sett í varðhald að nýju segir að hún hafi rofið skilyrði reynslulausnar með því að hafa samband við vitni í málinu gegn henni.