Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Segir brögð í tafli í forsetakosningunum í Perú

13.06.2021 - 01:55
epa07135471 Keiko Fujimori (C), the main leader of the opposition in Peru, reacts as she is transferred to a prison to serve preventive detention, from the Palace of Justice, in Lima, Peru, 01 November 2018. A Peruvian judge ordered opposition leader Keiko Fujimori for up to 36 months in prison pending trial in a case involving allegations that she accepted illegal campaign contributions in her 2011 presidential run.  EPA-EFE/ERNESTO ARIAS
Keiko Fujimori á leið í fangelsi í 1. nóvember í fyrra. Mynd: EPA-EFE - EFE
Keiko Fujimori sem bauð sig fram í forsetakosningunum í Perú sakar mótframbjóðanda sinn um svindl í kosningunum. Hún á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisdóm, verði hún sakfelld í spillingarmáli sem rekið er gegn henni um þessar mundir. Stjórnmálaskýrendur segja að Fujimori sé með ásökunum sínum að grafa undan trúverðugleika mótframbjóðenda síns.

Mjög mjótt er á mununum í kosningunum sem fóru fram á sunnudaginn var og þegar 99,88 prósent atkvæða höfðu verið talin munaði aðeins 51 þúsund atkvæðum á Fujimori og Pedro Castillo. Fujimori krafist ógildingar 200.000 atkvæða frá 802 kjörstöðum.

Málaferli eru í gangi gegn Fujimori fyrir fjármálamisferli. Hún er sökuð um að hafa brotið lög þegar hún þáði fé frá stórfyrirtækinu Odebrecht í kosningasjóð sinn er hún bauð sig fram til forseta árin 2011 og 2016. Hún hefur jafnan neitað sök, en setið sextán mánuði í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hún fékk reynslulausn til að bjóða sig fram í forsetakosningum sem fram fóru á sunnudaginn var. Saksóknarinn sem krefst þess að hún verði sett í varðhald að nýju segir að hún hafi rofið skilyrði reynslulausnar með því að hafa samband við vitni í málinu gegn henni.