Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Liggur á gjörgæslu eftir hnífsstungu í nótt

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karlmann á þrítugsaldri sem er grunaður um að hafa stungið karlmann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í nótt. Sá sem varð fyrir árásinni liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að mannsins hafi verið leitað í nótt og í morgun fannst hann á tíunda tímanum í húsi í austurhluta Reykjavíkur. „Þarna urðu átök á milli nokkurra manna sem enduðu með þessum hætti,“ segir Grímur sem segir að allir sem tengdust málinu hafi verið Íslendingar. 

Hann segir að verið sé að kanna tengsl á milli málsins og þess að kveikt var í bíl sem stóð fyrir utan íbúðarhús í Kópavogi í nótt. 

Að sögn Gríms var sá sem varð fyrir árásinni fluttur á slysadeild og síðan á gjörgæslu.

 

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að líkamsárásinni að hafa samband í tölvupóst á netfangið [email protected].

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir