Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Krejcikova vann Opna franska

epa09265106 Barbora Krejcikova of the Czech Republic celebrates with her trophy after winning against Anastasia Pavlyuchenkova of Russia during their Women's final match at the French Open tennis tournament at Roland Garros in Paris, France, 12 June 2021.  EPA-EFE/YOAN VALAT
 Mynd: EPA - RÚV

Krejcikova vann Opna franska

13.06.2021 - 09:50
Það fór óþekktara nafn en oft áður á verðlaunagripinn í kvennaflokki í Opna franska risamótinu í tennis. Hvorug þeirra sem komust í úrslit hafði unnið áður.

Barbora Krejcikova frá Tékklandi og Anastacia Pavlyuchenkova frá Rússlandi mættust í úrslitunum í gær. 

Pavlyuchenkova er raunar sú kona sem hefur keppt á flestum risamótum, yfir 50 talsins án þess að komast í úrslit. 

Hin 25 ára gamla Krejcikova sem óhætt er að segja að fáir hafi búist við meðal efstu manna hafði betur í þremur settum; 6-1, 2-6 og 6-4. 

Serbinn Nokav Djokovic og Stefanos Tsitsipas frá Grikklandi mætast í úrslitum í karlaflokki í dag.