Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hraun farið að renna yfir gönguleiðina

13.06.2021 - 10:12
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Hraun úr eldgosinu við Fagradalsfjall er farið að renna yfir gönguleiðina, sem hefur verið kölluð gönguleið A, og niður í Nátthaga. Hraunið rennur úr botni Geldingadala en hraunflæði þangað virðist hafa aukist nokkuð í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar er leita á svæðinu hvort einhver hafi orðið innlyksa en hrauntungan úr Geldingadölum lokar af nokkuð stórt svæði í vestanverðum Nátthaga og á hryggnum milli Nátthaga og Geldingadala.

Hraunrennsli við Gónhól jókst töluvert í nótt og nýtt hraun hefur runnið yfir ásinn þar sem hópur fólks gekk yfir hraunið í vikunni til að komast nær gígnum í Geldingadölum. Hraunrennsli virðist enn nokkuð jafnt bæði í Merardali, Nátthaga og Geldingadali.

Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Mynd er tekin af Langahrygg niður yfir Nátthaga.