Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Erfiðar aðstæður fyrir norðan

Mynd með færslu
 Mynd: Kristófer Þorgrímsson - FRÍ

Erfiðar aðstæður fyrir norðan

13.06.2021 - 15:54
ÍR bar sigur úr býtum í stigakeppninni á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var á Akureyri um helgina og lauk í dag.

ÍR-ingar hlutu 79 stig í heildina, næst komu FH-ingar með 53 stig og Blikar í þriðja sæti með 24 stig. 

Erfiðar aðstæður voru á Akureyri vegna veðurs, raunar snjóaði fyrir norðan í dag. Af þeim ástæðum ákvað Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem eygir enn von um sæti á Ólympíuleikunum að keppa ekki í 100 metra hlaupi kvenna af ótta við að meiðast. Helga Margrét Haraldóttir úr ÍR var fljótust í greininni á 12,56 sekúndum. 

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH var fljótastur í karlaflokki. Hann hljóp á 10,89 sem er hans besta á tímabilinu. Annar var Kristófer Þorgrímsson, líka

Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR, Íslandsmethafi í kúluvarpi, keppti bæði í kringlukasti og kúluvarpi í dag. Hún hafnaði í þriðja sæti í kringlukasti með kasti upp á 31,32 metra. Önnur var Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir úr KFA með kast upp á 31,55 metra en langfremst meðal jafningja var Katharina Ósk Emilsdóttir úr ÍR sem vann með kasti upp á 40,29 metra. 

Erna Sóley vann öruggan sigur í kúluvarpinu. Hún varpaði kúlunni lengst sextán metra slétta um fimm og hálfum metra lengra en næstu keppendur. 

Arnar Pétursson úr Breiðabliki var langfyrstur í mark í 5000 metra hlaupi karla. Hann fór vegalengdina á tímanum 15:28,46 en næstur var Guðlaugur Ari Jónsson úr ÍR á 17:25,08.