Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Djokovic vann á Opna franska

epa09268328 Novak Djokovic of Serbia celebrates winning against Stefanos Tsitsipas of Greece during their final match at the French Open tennis tournament at Roland Garros in Paris, France, 13 June 2021.  EPA-EFE/CAROLINE BLUMBERG
 Mynd: EPA - RÚV

Djokovic vann á Opna franska

13.06.2021 - 18:29
Serbinn Novak Djokovic vann Opna franska risamótið í tennis í dag eftir dúndur úrslitaeinvígi gegn Grikkjanum Stefanos Tsisipas í dag. Viðureignin tók rétt tæpar fjórar klukkustundir.

Djokovic tapaði fyrstu tveimur settunum 6-7 (6-8 eftir upphækkun) og 2-6. Hann vann svo næstu þrjú sett 6-3, 6-2 og 6-4 og fagnaði sigri. 

Serbinn hefur þar með unnið Opna franska mótið, Rolland Garros, tvisvar en hann gerði það fyrst árið 2016. Þetta var hans nítjándi risatitill á ferlinum.