Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

BBC biðst afsökunar á að hafa ekki klippt af Eriksen

epa09265532 Players of Denmark escort their teammate Christian Eriksen as he is stretchered off the pitch after receiving medical assistanceduring the UEFA EURO 2020 group B preliminary round soccer match between Denmark and Finland in Copenhagen, Denmark, 12 June 2021.  EPA-EFE/Wolfgang Rattay / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA - RÚV

BBC biðst afsökunar á að hafa ekki klippt af Eriksen

13.06.2021 - 06:44
Breska ríkisútvarpið, BBC hefur beðist afsökunar á að hafa leyft nærmyndum af Christian Eriksen þar sem hann lá meðvitundarlaus á fótboltavelli að vera eins lengi í loftinu og raun var vitni.

Eriksen hneig niður rétt fyrir hálfleik í leik Dannmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í fótbolta og sýndu leikmenn og sjúkralið beggja liða snör og fumlaus handtök til að bjarga lífi hans. Liðsmenn danska liðsins mynduðu mennskan vegg til að koma í veg fyrir að myndavélar næðu að mynda það sem fram fór. 

BBC sér um sjónvarpsútsendingu frá leiknum fyrir UEFA og á samfélagsmiðlum þótti mörgum myndir af Eriksen fá að vera of lengi í loftinu eftir að hann hneig niður og bráðaliðar og sjúkraþjálfarar komu að honum. BBC baðst afsökunar á þessu. Það hafi verið mistök að klippa ekki af þeim myndavélum sem sýndu meðal annars þar sem bráðaliðar beittu hjartahnoði á Eriksen. Þeir vilji biðja alla þá sem hafi orðið fyrir óþægindum vegna þess afsökunar. 

Eriksen er á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn og er ástand hans sagt stöðugt. Hann er sagður hafa sent liðsfélögum sínum í danska liðinu og félagsliði sínu, Inter Milan, skilaboð. Eriksen vildi til að mynda að leikur Danmerkur og Finnlands yrði kláraður. Engar frekari upplýsingar hafa fengist um hvað nákvæmlega gerðist eða hvað orsakaði það að hann hneig niður. 

Á vef danska ríkisútvarpsins, DR,  er meðal annars rakið hvaða áhrif það getur haft á sálarlíf fólks að verða vitni að atburði sem þessum, hvort sem það er í eigin persónu eða ekki og ýmis ráð gefin til að bregðast sem best við. Til að mynda að upplifa mismunandi tilfinningar í kjölfar atburðarins á mismunandi tímum. Þá sé mikilvægt að ræða tilfinningar við aðra, ekki síst börn. 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Líðan Eriksens stöðug - lífi hans bjargað á vellinum